Hin sagan af Rósu Parks

Höfundur: Ritstjórn Söguna af Rósu Parks þekkjum við flest og höfum líklega öll lesið um lúnu, svörtu saumakonuna sem vildi ekki gefa eftir sætið sitt svo hvítur karlmaður gæti ferðast þægilega á sitjanda sínum. En fleira bjó að baki en þreyta einnar manneskju eftir erfiðan vinnudag og meinta röð tilviljana, sem leiddu til vitundarvakningar og…

Rassskellingar, ritskoðun, réttindi: Hugleiðing um bakþanka Hildar Sverrisdóttur

Höfundur: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir *VV* – textinn inniheldur grófar lýsingar á kynferðisofbeldi Ég las pistil í Fréttablaðinu í gær eftir Hildi Sverrisdóttur sem fjallaði um ákvörðun í Bretlandi um að banna tilteknar kynlífsathafnir í þarlendu klámi. Þetta var borið saman við réttindabaráttu samkynhneigðra (sjá meðfylgjandi hlekk). Pistill Hildar vakti með mér ýmsar vangaveltur. Raunar hafði ég…

Ný mannréttindasamtök intersexfólks stofnuð

Intersex Ísland, ný samtök intersexfólks á Íslandi og aðstandenda þeirra, voru stofnuð í gær, 27. júní 2014. Samtökunum er ætlað að vinna að réttindabaráttu intersexeinstaklinga á Íslandi, veita fræðslu um intersexmálefni auk þess að skapa vettvang þar sem intersexfólk getur hist og deilt reynslu sinni. Intersex er meðfæddur líffræðilegur munur á kyni þar sem ytri…

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Sunnudaginn 25. nóvember hefst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og verður staðið fyrir ýmiskonar viðburðum í tilefni þess næstu vikur. Ljósaganga UN Women er opnunarviðburður átaksins, en gengið verður frá Alþingisgarðinum að Bíó Paradís þar sem boðið verður upp á kakó og smákökur. Í kjölfarið verða haldin málþing, kvikmyndasýningar, bréfamaraþon og fleira. Í ár höfum…

Yfirlýsing frá Knúz.is

Við sem stöndum að vefnum Knúz.is lýsum yfir einlægum stuðningi við sjálfstæða Palestínu og fordæmum um leið það andvaraleysi sem ríkir nú þegar enn ein aðförin dynur á Palestínumönnum og þeirra mannréttindum. Við gerum okkur grein fyrir því að Hamas beitir vopnum. Þó ber að hafa í huga að Hamas samtökin eru lýðræðislega kjörin til…