Frosin(n) í staðalmyndunum?

Föstudaginn 13. desember verður teiknimyndin Frozen, nýjasta afurð Disney-samsteypunnar, frumsýnd í Smárabíói og Háskólabíói. Söguþráðurinn byggir á Snædrottningunni, ævintýri H.C. Andersens, og hefur aðlögun Disney sætt gagnrýni undanfarið. Bloggarinn Stephanie á The Feminist Fangirl bendir t.d. á að Snædrottningin fjallar um sterka og úrræðagóða kvenhetju sem bjargar dreng úr háska og að sagan er stútfull af þróttmiklum kvenpersónum,…