„Ertu byrjaður að binda konuna þína?“

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Vel heppnuð auglýsingaherferð situr í fólki eins og hvert annað Manilow-heilkenni. IKEA-bæklingurinn er vorboðinn ljúfi og Toys’R’Us-handbókin er gleðigjafi á mörgum heimilum. Nú tröllríður (ekkert erótískt við það) umfjöllun um kvikmyndina 50 gráir skuggar fjölmiðlum hérlendis og margir sjá sér leik á borði að græða því til þess eru refirnir skornir.  Hjálpartækjaverslanir tjá…

Tess Holliday stækkar rammann

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir Hversu oft hafið þið ekki hrist hausinn yfir fréttum af fyrirsætum í svokallaðri yfirstærð? Já, ég hélt það! Með fréttunum birtast svo myndir af ósköp venjulegum konum sem klæðast flíkum í þeim númerum sem flestar konur nota samkvæmt ótal rannsóknum, eða 14 -16. Lengi var því haldið fram af þeim sem hanna…

Lauslæti íslenskra kvenna

Höfundur: Elísabet Ólöf Björgvinsdóttir Íslenskar konur eru orðnar frægar erlendis. Fyrir það að vera druslur, en ekki hvað? Karlar erlendis frá sæta færis að koma hingað og líta hinar íslensku fegurðardísir augum. Sumir þeirra eru svo heppnir að þeir þurfa ekki einu sinni að hafa fyrir því að bjóða þeim uppá drykk eða númerið sitt, nóg er…

Konur í fremstu röð

Höfundur: Hlynur Hallsson     Listasagan er, líkt og mannkynssagan, ansi skökk þegar kemur að hlutverkum og birtingarmynd kynjanna. Sagan var gjarnan sögð af körlum um karla. Íslensk listasaga nær ekki langt aftur í tímann og því er hún ef til vill ekki alveg eins skökk og almenna mankynssagan en samt hallar ansi mikið á…

Limlest

Efnisviðvörun: Hér að neðan er lýsing á grófu ofbeldi gegn barni og framkvæmd limlestingar á kynfærum, eða FGM   Dagurinn í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur baráttudagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna (e. female genital mutilation, eða FMG). Frekari upplýsingar um þessa hrottalegu siðvenju, þar sem ýmist ytri eða bæði ytri og hluti af innri…

Hvernig á að fjölga konum?

Höfundur: Ritstjórn Strákar eru í skemmtilegri íþróttum og þeir koma alltaf í sjónvarpinu. Hann Bjarni Felixson hefur karlafótbolta ábyggilega af því að honum finnst það skemmtilegra af því að hann er sjálfur kall. Ef hann væri kona væri meira um konur í íþróttaþáttunum. –          Jónas Rafnsson, 8 ára. Tilvitnunin er úr grein í 19. júní…

„Hefur hún einhverja handboltakunnáttu?“

Höfundur: Ritstjórn Frést hefur að seta Þóru Arnórsdóttur í stól stjórnanda HM-stofunnar hafi vakið óskilgreint óþol hjá einhverjum sjónvarpsáhorfendum. Þetta litla skjáskot úr þrashópnum Fjölmiðlanördar, sem heldur til á fésbókinni, gæti endurspeglað þá upplifun nokkuð vel.     Spyrjandi sér ljóshærða konu stjórna þætti um handbolta og álítur í fyrstu að það sé Brynja Þorgeirsdóttir. Aðrar…

Þarf píku til að skrifa íþróttafréttir um konur?

Höfundur: Erla Guðrún Gísladóttir Óformleg könnun á íþróttasíðum Fréttablaðsins í janúar 2015 leiðir í ljós að umfjöllun um íþróttakonur er í lágmarki. Því miður er niðurstaðan í fullu samræmi við fyrri rannsóknir og kannanir. Árið 1996 var umfjöllun um konur í íþróttum á síðum Morgunblaðsins 10,9%[1]. Veturinn 1999-2000 gerði Hilmar Thor Bjarnason könnun á hlutfalli…

Kynlegar íþróttafréttir

Höfundur: Guðrún Harpa Bjarnadóttir Ég hef haft óbilandi áhuga á íþróttum frá því ég man eftir mér, hef æft þær margar og lengi vel voru íþróttafréttirnar einu fréttirnar sem ég las. (Sem er reyndar ástæða þess að ég enn þann dag í dag les ég dagblöðin afturábak – íþróttafréttirnar í Mogganum voru nefnilega alltaf á…