Um feðraveldið í vöggu evrópskrar menningar

Höfundur: Þorsteinn Vilhjálmsson Margir kippast við þegar þeir sjá orðið feðraveldi. Partur af þessu kann að vera afleiðing af þeirri einstaklingshyggju sem hefur tekist að taka mörg félagsfræðileg hugtök úr sambandi; fólki finnst að það að segja að samfélagið sé X þýði að allir einstaklingar innan þess samfélags séu X. Eitt leiðir hinsvegar alls ekki…

Öreigar allra landa! Ég er sko enginn helvítis femenisti!

 Höfundur: Þorsteinn Vilhjálmsson Mynd héðan: http://www.tumblr.com/tagged/hot-pink-marx-head Eitthvað hefur verið skrafað og það misgáfulega um tengsl marxisma og femínisma, í tilraun til að grafa undan femínisma sem hreyfingu. Það er þarft að gera grein fyrir hversu langsótt þessi tenging er, en best að taka það fram að ég er hvorki sérfræðingur í sögu, marxisma né femínisma…

Tólf-ára-diskóið

Höfundur: Þorsteinn Vilhjálmsson Það er farið að verða greinilegt að femínistar teljast þessa dagana vera ódýr leið til þess að fá athygli og auglýsingu. Femínisti að mótmæla einhverju skilar tugum þúsunda vefflettinga, þar sem hver fletting verður femínistum til háðungar – þeir eru komnir óviljugir í hlutverk sölumanna fyrir karla sem eiga enga sölu skilda.…

Femínismi og hugmyndafræðilegir pólar

Höfundur: Þorsteinn Vilhjálmsson Í raun snúast langflestar deilur, sem ná dýpra en almenn fúkyrði, raunar um tvo andstæða hugmyndafræðilega póla. Það gildir jafnt um pólitík og femínisma. En það er einmitt eitt einkenni á nútímanum að hugmyndafræði er víðsvegar fyrirlitin og álitin hættuleg tímaskekkja og trúarbrögð – sem er að sjálfsögðu hugmyndafræði út af fyrir…

Þrír vondir pistlar og eitt gleymt vandamál

DV, 20. apríl 1999. Höfundur: Þorsteinn Vilhjálmsson Enn annað íslenskt fjölmiðlastríð er hafið út af femínisma: Davíð Þór vs. María Lilja vs. Davíð Þór aftur. Þetta er gömul saga og ný. Ástæður þessa eru líka þær sömu og venjulega: illa ígrunduð og illa rökstudd skrif. Til að reyna að koma í veg fyrir enn eina…

Hinsegin halli

Höfundur: Þorsteinn Vilhjálmsson Í pistli sem ég skrifaði um árið fullyrti ég eitt sem vakti nokkra úlfúð: „…það hallar nákvæmlega hvergi á réttindi karlmanna og mun að öllum líkindum aldrei gera.“ Ég skrifaði þetta þó að íhuguðu máli og taldi mig geta réttlætt þetta – eina gagndæmið sem mér datt í hug voru fullyrðingar um misrétti meðal…

Að öskra á vegg

Höfundur: Þorsteinn Vilhjálmsson Í hinum einkennandi skorti nútímans á feminískri umræðu er einu hugtaki beitt oftar en öllum öðrum, með gríðarlegum rothöggsafleiðingum, eins og gaddakylfa á selkópshnakka: tjáningarfrelsið. Flest erum við þannig upp alin að við heyrum lúðraþyt og sjáum blaktandi fána í hillingum þegar orðið er borið fram. Þetta er það mikilvægasta sem við…