Femínískur áramótaannáll

Á árinu sem er að líða hefur jafnréttisumræðan hérlendis óneitanlega verið sýnileg og virk og er um auðugan garð að gresja á vettvangi femínismans þegar litið er um öxl. Ritstjórn Knúzins leitaði til vel valinna femínista og óskaði eftir uppástungum um mikilvægustu og áhugaverðustu feminísku uppákomur ársins. Það er vitanlega óvinnandi vegur að skrifa tæmandi…

„Græna tréð“, trúverðugleiki og talíbanar

Upp er komið deilumál við Háskóla Íslands þar sem boð um stundakennslu við stjórnmálafræðideild var dregið til baka. Sá sem kenna átti námskeiðið, Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi þingmaður, sendiherra og ráðherra. Ástæða þess að boðið var afturkallað eru klámfengin bréf sem hann skrifaði systurdóttur konu sinnar frá því að hún var 14 ára og…

Kynbundið ofbeldi og „fallega gríman“

Höfundar: Sigríður Guðmarsdóttir og óþekktur höfundur Kynbundið ofbeldi er eitt af stærstu félagslegu meinum nútímans og beinist að tilteknum hópum fólks vegna kynferðis þeirra. Konur og stúlkur verða gjarnan fyrir ofbeldi, ofbeldi sem beinist að kynferði þeirra sérstaklega vegna undirskipunar kvenna í samfélaginu. Einnig má færa rök fyrir því að ofbeldi gegn þeim sem passa…

Vistfemínismi

Það var einu sinni borg í Ameríku, þar sem allt líf virtist lifa í sátt við umhverfi sitt.  Borgin var byggð inni í miðju landi og allt í kringum hana voru blómleg sveitabýli með kornakra og aldingarða á ávölum hæðum, þaðan sem drifhvít blómblöð komu svífandi eins og ský á vorin yfir akrana.  Á haustin…

Nunnur fyrir rannsóknarrétti

Mér finnast nunnur flottar. Fyrir mörgum árum átti ég stutta námsdvöl í Svíþjóð. Það hafði nýlega runnið upp fyrir mér að líklega væru karlar og konur ekki alveg jöfn, hvorki í samfélaginu eða kirkjusamfélaginu. Ég notaði mestallan tímann til að glugga í femíníska guðfræði og kynna mér aðstæður kvenna í hinum ýmsu kirkjudeildum. Mér var…

Hver má búa til reglur um tungumál?

Ég ólst upp við flámælsku ömmu minnar. Flögurnar söðuðu í gluggunum heima, en afi sem var alinn upp í Reykjavík pantaði prívatbíla, talaði um kastarholur, stakket og kaskeiti og gekk til skiptis út á altan og terras.  Þegar ég var barn heimsóttum við læknirinn, okkur hlakkaði til eins og annars og mér langaði reglulega í…

Ögmundur og orðræðan um jafnréttisúrskurðinn

Síðustu tíu dagana hefur umræða um jafnréttismál verið mikil. Hún rís  í kjölfar úrskurðar kærunefndar um veitingu sýslumannsembættisins á Húsavík og viðbragða innanríkisráðherra í framhaldinu, sem m.a. koma fram í Kastljósviðtali. [1] Úrskurðir kærunefndar eru bindandi, nema að málsaðilinn krefjist þess að réttaráhrifum sé frestað meðan hann rekur málið fyrir dómstólum.  Í dag, föstudaginn 7.…