„Kynlífsjákvæður femínismi“ annast skítverkin fyrir feðraveldið

Sjáið nú til – allar prúðu stúlkurnar sem ólust upp í þrúgandi ótta við að gera eitthvað sem ekki mætti samkvæmt óskráðum reglum hafa nú fundið leið til að gera nákvæmlega það sem til er ætlast af þeim án þess að gangast við áhrifunum sem það kann að hafa á líf annarra.