„Ertu byrjaður að binda konuna þína?“

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Vel heppnuð auglýsingaherferð situr í fólki eins og hvert annað Manilow-heilkenni. IKEA-bæklingurinn er vorboðinn ljúfi og Toys’R’Us-handbókin er gleðigjafi á mörgum heimilum. Nú tröllríður (ekkert erótískt við það) umfjöllun um kvikmyndina 50 gráir skuggar fjölmiðlum hérlendis og margir sjá sér leik á borði að græða því til þess eru refirnir skornir.  Hjálpartækjaverslanir tjá…

Á einhver að eiga jafnréttisbaráttuna?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Í helgarútgáfu Fréttablaðsins þann 17. janúar s.l.  spyr Hildur Sverrisdóttir  hver eigi jafnréttisbaráttuna og fer gagnrýnum orðum um þá sem höfðu sitthvað að athuga við rakarastofuráðstefnu utanríkisráðherra. Þar segir Hildur m.a.: Það má spyrja hvort gagnrýni á formið hafi verið eina ástæða upphlaupsins. Kannski spilaði inn í að þarna stigu inn á vettvang…

Knúzannállinn 2014

Samantekt: Gísli Ásgeirsson Knuz.is hóf fjórða útgáfuár sitt á liðnu hausti. Alls hafa 677 greinar birst þar og eru höfundar rúmlega 100. Í upphafi nýs árs er við hæfi að líta um öxl og skoða það sem hæst bar í hverjum mánuði. Í lok janúar gerði Hildur Lilliendahl upp aðkomu sína að máli Jóns Baldvins…

JafnRéttó

Höfundur: Gísli Ásgeirsson Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík þar sem um 30 skólar keppa um að komast með atriðin sín í úrslit í Borgarleikhúsinu. Eitt þeirra vakti sérstaka athygli Knúzz og því var haldið í heimsókn í Réttarholtsskóla til fundar við stóran og fjörugan hóp unglinga sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Í forsvari…

Hrútaþing

Höfundur: Gísli Ásgeirsson „Að ári halda Nepalar alþjóðlega ráðstefnu um hættur sem stafa af hækkandi yfirborði sjávar. Fulltrúum strandríkja verður ekki boðið.“ „Alþjóðleg ráðstefna um krabbamein í blöðruhálskirtli verður haldin á næsta ári og er eingöngu hugsuð fyrir konur.“ Þetta netspaug skaust upp á yfirborðið í kjölfar þeirra tíðinda að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefði í…

Alræmdur ofbeldismaður á leið til Íslands?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson *VV* Julien Blanc er umdeildur maður. Hann starfar á vegum samtakanna Real Social Dynamics sem bjóða körlum í konuleit upp á námskeið í viðreynslu og tælingu og lofað er skjótum árangri. Þetta hljómar vel við fyrstu sýn og engin furða að margur maðurinn falli fyrir fagurgalanum, á svipaðan hátt og þegar ónefndur…

Ánægð í vinnunni?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson og Halla Sverrisdóttir „Karlar eru í konuleit. Og konur eru í karlaleit.“ Þetta er rauði þráðurinn á mörgum vettvöngum netsins. Sumir eru fyrir allra augum. Aðrir fara leynt. Í þættinum Brestir á Stöð 2 fengu áhorfendur fyrir skömmu að skyggnast inn í eitt hornið á þessum heimi. Fréttamaður sest inn á kaffihús,…