„Ertu byrjaður að binda konuna þína?“
Höfundur: Gísli Ásgeirsson Vel heppnuð auglýsingaherferð situr í fólki eins og hvert annað Manilow-heilkenni. IKEA-bæklingurinn er vorboðinn ljúfi og Toys’R’Us-handbókin er gleðigjafi á mörgum heimilum. Nú tröllríður (ekkert erótískt við það) umfjöllun um kvikmyndina 50 gráir skuggar fjölmiðlum hérlendis og margir sjá sér leik á borði að græða því til þess eru refirnir skornir. Hjálpartækjaverslanir tjá…