Hið föðurlega ímyndunarafl
Ég hef mikinn áhuga á hugmyndum um aðra, jafnt á fyrri tímum og á líðandi stund. Aðrir eru þá þeir sem ekki teljast tilheyra viðmiðssamfélaginu, það er „okkar samfélagi“, eða standast viðmið þess að öðru leyti. Fólk hefur á öllum tímum verið framandgert út frá slíkum viðmiðum og alþekkt er að slíkt sé gert í pólitískum tilgangi, til dæmis eftir árásina á Tvíburaturnana 2001 þar sem gildin sem verja átti voru vestræn eða kristin