Hugleiðing um kuntur
Anna Bentína skrifar: „Nafnlausu skilaboðin til mín voru ekki meint sem hrós heldur voru þau niðrandi athugasemd um mig sem konu, femínista og baráttukonu gegn kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hafa þau orð sem lýsa kynfærum kvenna verið notuð sem gróf skammaryrði. Allar píkur, tussur og kuntur þessa heims hafa legið undir einhvers konar ámælum þegar er vísað til kvenna.“