Af ofbeldisfullum styttum í Svíþjóð

Höfundur: Ritstjórn

Þann 13. apríl 1985 þegar nasistaflokkurinn, Nordiska rikspartiet NRP, var að mótmæla á Lilla torget í Växjö,  sló Danuta Danielsson (1947-1988)  fánaberann í höfuðið með handtösku sinni. Ljósmyndari Dagens nyheter, Hans Runesson, var á staðnum og náði að fanga atburðinn á mynd sem varð síðar valin ljósmynd ársins 1985.

ofbeldisstyttur1

Mynd tekin héðan

Danuta fæddist í Póllandi og var átakanlega meðvituð um hvernig framganga nasismans hafði leikið þjóð hennar, m.a. var móðir hennar um tíma í útrýmingabúðum nasista. Það var því martröð líkast fyrir hana upplifa þessa þrammandi nýnasista og því brást hún við með þessum hætti. Það voru fleiri áhorfendur göngunnar sem mótmæltu henni þennan dag, en myndin af Danutu hefur orðið táknmynd gegn öfgahægriöflum.

 

Á vormánuðum 2014 birti listamaðurinn Susanna Arwing myndir á Facebook af leirstyttu sem hún hafði gert af töskukonunni. Myndirnar fengu strax mikla athygli og vöktu áhuga fjölmiðla sem spurðu menningarmálanefnd Växjö hvort til stæði að reisa þessa styttu í bænum. Listamaðurinn og ljósmyndarinn voru kallaðir til skrafs og ráðagerðar og einhver undirbúningsvinna hófst.

ofbeldisstyttur2

(Mynd fengin hér)

 

Það var svo í sl. viku að formaður menningarmálanefndarinnar, Eva Johansson (Centerpartiet) tilkynnti að hætt væri við að reisa styttuna og ástæður voru m.a. að það þyrfti að fara að lögum og hafa útboð á opinberum listaverkum, einnig sagði hún að komandi kynslóðir myndu misskilja styttuna og að hún væri tákn um ofbeldi:

“Sveitarfélagið Växjö á að verja málfrelsið af öllum mætti. Það er forsenda fyrir lýðræði og verndun mannréttinda. Einnig er mikilvægt að ræða saman og skiptast á skoðunum en bregðast ekki við með beitingu ofbeldis. Ég vil ekki að við setjum upp styttu sem við sjáum síðan eftir að hafa reist.”

Um leið og afstaða menningaryfirvalda í Växjö varð ljós hófust mótmæli þeirra sem vilja reisa styttuna, enda er hún tákngervingur gegn ofbeldi og hægriögraöflum að þeirra mati. Mótmælin hafa farið fram á  samskiptamiðlum með myndum eins og þessum:

ofbeldisstyttur3

(Karlmenn með sverð hvetja ekki til ofbeldis með sama hætti og konur með töskur gera)

Einnig er búið að hengja töskur á styttur í Växjö og á fleiri stöðum um landið

Á einni töskunni er miði með orðunum: “Växjö þarfnast fleiri kvenna og færri nasista.”

Á Twitter má fylgjast með hvernig töskumótmælin breiðast út um allt land með leitarorðinu #tantentillVäxjö

Aftonbladet birti lista yfir níu styttur  (af karlmönnum) sem mættu endurskoða í ljósi þess að styttur eigi ekki að vera ofbeldishvetjandi. Þ.ám. þessa, Ofbeldi (Våldet) sem er hluti af styttum við gosbrunn í Skövde og heitir Brunnur lífsins (Livets brunn) e. Ivar Johansson og reist var 1950.

ofbeldisstyttur6

Þessi stytta, Ofbeldi, hefur reyndar verið gagnrýnd af alþingismanninum Monica Green sem segir hana niðurlægjandi fyrir konur og að það ætti að fjarlæga hana.

Pontus Samuelsson (S) setti af stað undirskriftarsöfnun þar sem takmarkið var að ná 10000 undirskriftum og náðist það og gott betur á nokkrum dögum.

Menningarmálastjórinn (kulturchef) í Lundi , Torsten Schenlaer segir að styttan megi gjarnan fá stað í Lundi, vilji yfirvöld í Växjö ekki hafa hana.

Fólki stendur greinilega ekki á sama um hvað verður um afdrif styttunnar, það verður því forvitnilegt að sjá hvernig mál þróast og hvar styttan verður reist. Hvort allar styttur í Svíþjóð verði komnar með tösku áður en langt um líður.

Ásdís Paulsdóttir þýddi og tók saman.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s