Lauslæti íslenskra kvenna

Höfundur: Elísabet Ólöf Björgvinsdóttir

Dæmigerð léttúðardrós frá liðinni öld. Myndin er sótt hingað

Dæmigerð léttúðardrós frá liðinni öld. Myndin er sótt hingað

Íslenskar konur eru orðnar frægar erlendis. Fyrir það að vera druslur, en ekki hvað? Karlar erlendis frá sæta færis að koma hingað og líta hinar íslensku fegurðardísir augum. Sumir þeirra eru svo heppnir að þeir þurfa ekki einu sinni að hafa fyrir því að bjóða þeim uppá drykk eða númerið sitt, nóg er að bjóða þeim uppá hótelherbergi. Sumir vilja jafnvel reyna að öðlast frægð og frama og skrifa bækur eða gera myndbönd um hinar íslensku gyðjur til að hvetja aðra einhleypa karlmenn í heiminum að koma hingað í gott frí og njóta félagsskapar hinna íslensku kvenna.

Hér heima virðist nokkur hópur karlmanna vera sömu skoðunar. Íslenskar konur eru úthrópaðar druslur ef þær sofa hjá erlendum karlmönnum. Og sagan hefur sýnt það. Kanamellur. Þessir karlmenn geta hins vegar varla neitað því að þetta er kannski bara jákvæð auglýsing fyrir land og þjóð og þann túrisma sem hér hefur geisað undanfarið. Ísland er orðið að strætóstoppistöð fyrir erlenda karlmenn sem vilja gamna sér með íslenskum stúlkum í ölæði og saurlifnaði.

Nýjasti „Íslandsvinurinn“, Andrew nokkur Lindy, kom hingað fyrir nokkru og gerði þátt um íslenskar stúlkur, sem átti að sýna hversu auðvelt væri að kynnast íslenskum stúlkum og komast í nánari kynni við þær. Háværar umræður fylgdu í kjölfarið á samfélagsmiðlum og sumir kváðu upp úr um það að engin þessara stúlkna verðskuldaði samúð og allar íslenskar stúlkur væru hvort eð er lausgyrtar.

Andrew Lindy. Myndin er sótt hingað.

Andrew Lindy. Myndin er sótt hingað.

Spurningin sem mig langar að spyrja þá íslensku karlmenn sem eru sammála þessu er svohljóðandi:

Ef íslenskar konur eru lauslátar, eru þá íslenskir karlmenn ekki að minnsta kosti jafn lauslátir? Það þarf alltaf minnst tvo til þess að stunda samfarir, ekki satt? Hvar eru allar þessar konur að eðla sig fyrst karlarnir eru svona duglegir við það að halda skaufanum á sér í buxunum?

Ég endurtek: Það þarf ALLTAF alla vega tvo aðila til. Er þetta of flókið stærðfræðidæmi?

Ef við lítum framhjá þjóðerni og hættum að velta fyrir okkur hvort íslenskar konur séu lauslátari en konur frá t,d, Litháen eða Nígeríu, þá liggur það í augum uppi að yfir allan heiminn samanlagðan, hvort sem það er á Íslandi eða í Bangladesh, eða hvar sem kynlíf fer fram, þá þarf alla vega tvo til, hvað sem öðru líður.

Hvar sem er í heiminum á það sama við, land eða þjóðerni skiptir engu máli: kynlíf sem ekki er beinlínis iðkað í einrúmi krefst aðkomu einhverra fleiri en bara einnar konu.

Vera kann að einhver ákveðinn hluti Íslendinga stundi lauslæti eða einnar nætur gaman í meira mæli en aðrir landsmenn, en það er minnihlutahópur. Afgangurinn er bara ósköp venjulegt fólk og íslenskar konur eru ekkert frábrugðnari öðrum konum í heiminum.

Það er ekki hægt að alhæfa um heila þjóð, það er þröngsýni í orðsins fyllstu merkingu. Og þetta er satt að segja orðin ansi þreytt umræða almennt – þetta þus um það, hvort stelpur séu lauslátar eða ekki lauslátar. Þetta gengur jafnt yfir bæði kynin, eðli málsins samkvæmt. Ég legg því eindregið til að fólk hætti að velta fyrir sér jafn ómerkilegum atriðum og því hvort þessi eða hin/n sé lauslát(ur) og leyfi fólki bara að stunda sitt kynlíf í friði og án fordóma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s