Ákall til athafna

Höfundur: Hugrún R. Hjaltadóttir

OLYMPUS DIGITAL CAMERAÞað er svo margt sem ég er reið yfir. Ég þoli ekki staðalmyndir kynjanna, kynferðislega áreitni, kynbundið náms- og starfsval, mismunun, nauðganir, launamun kynjanna, klámvæðingu, kynskiptan vinnumarkað, niðurlægingu, hefðbundin kynhlutverk, fordóma, ofbeldi, feðraveldið, vændi, hatursorðræðu, vanvirðingu, kynjakerfið og að við skulum þurfa að eiga öll þessi hugtök til þess að lýsa því óréttlæti sem við sjáum í okkar daglega lífi. Við þurfum að reyna að eyða þeim aðstæðum sem skapa þessi hugtök svo að í framtíðinni verði þau eingöngu notuð af sagnfræðingum. Ég iða öll í skinninu yfir þessu öllu. Ég tel sjálfa mig frekar yfirvegaða og rólega manneskju en nú er bara komið nóg. Gerum eitthvað!

Sem femínisti vona ég að þú eigir þessa reiði sameiginlega með mér og hvet þig til þess að nota hana sem sköpunarkraft og gerast aðgerðasinni í daglegu lífi þínu. Veldu þá aðferð sem hentar þér. Þú getur notað röddina, peninga, sköpunargleðina, ímyndunaraflið eða jafnvel forréttindastöðu sem þú ert í.

Það er hægt að nálgast þetta úr svo mörgum áttum. Það er hægt að byrja smátt og segja „mér finnst þetta ekki fyndið“ næst þegar sagður er ósmekklegur brandari eða setja inn stöðufærslu á fésið um einhverjar hugsanir sem bærast með manni. Það er hægt að ræða málin á kaffistofunni í vinnunni eða í vinahópnum. Það er hægt skrifa blogg, knúza eða senda grein í blöðin. Það er hægt að tala frá eigin brjósti og yrkja ljóð, skrifa smásögu, semja leikrit eða heila skáldsögu. Það er hægt að taka ljósmyndir og hreyfimyndir eða láta hljóðið duga og halda ræðu eða semja lag. Það er hægt að hnoða leir og höggva í stein. Það er hægt að hekla, prjóna og sauma út. Það er hægt að leggjast í rannsóknir og skrifa ritgerð, grein, skýrslu eða bók um niðurstöðurnar eða jafnvel halda málþing eða ráðstefnu. Það er hægt að gera heimildamynd, útvarpsþátt eða podkast.

Það er líka hægt að ganga í félag, stofna félag, styrkja félag með fjárframlögum, þátttöku í starfi eða setu í stjórn félags. Á Íslandi starfa fjölmörg femínísk félög og eftir hrun hafa þau öll átt það sammerkt að eiga erfitt með að fjármagana starfsemi sína vegna minnkandi fjárframlaga ríkisins til félagastarfsemi, minni afgang hjá einkaaðilum til að styrja félagastarf og erfiðara hefur verið að rukka félagsgjöld. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða aldargamalt félag eins og Kvenréttindafélag Íslands eða nýstofnað félag eins og TABÚ (p.s.: Ég er búin að læra svo margt af ykkur), þau þurfa á þér að halda.

Það er hægt að skipuleggja mótmæli eða samstöðu um hina ýmsu hluti. Sjáðu bara hvað Druslugangan hefur tekist vel, verður hún ekki gengin aftur í sumar?

Það er hægt að skipuleggja viðskiptabann við fyrirtæki sem mættu standa sig betur í jafnréttismálunum. Hvað er þetta með hálfnöktu hafmeyjuna á saltumbúðunum, erum við ekki öll búin að senda bréf?

suffragettesÞað er hægt að vinna innan kerfisins, gerast lobbýisti og nýta lýðræðislegan rétt okkar til að þrýsta á ráðherra, þingmenn, stjórnsýsluna og stofnanir ríkisins um úrbætur, spyrja spurninga og krefjast svara. Við höfum aðgang að upplýsingum um starfsemi ríkisins og íslenskt samfélag í gegnum ýmsar leiðir s.s. ársskýrslur ríkisstofanna og Hagstofu Íslands. Ímyndaðu þér hvað við getum fengið ítarlegar og margvíslegar upplýsingar um stöðu kynjanna með því að lesa ársskýrslu Tryggingastofnunar!

Það er hægt að spyrja nýrra spurninga í vinnunni og nota til þess aðferð kynjasamþættingar, hún á við alls staðar þar sem er fólk og létt að aðlaga aðferðina að nýjum aðstæðum. Fyrsta skrefið er að svara þessu: Hver er staða kynjanna? Er hún misjöfn? Hverjar eru ástæðurnar? Láttu svörin leiða þig áfram.

Þessi grein átti upphaflega að fjalla um Nordiskt Forum en öðlaðist svo sjálfstætt líf og útkoman er greinilega eitthvað allt annað. Hún er lýsing á þeirri tilfinningu sem ég bar með mér heim frá Malmö og vona að verði að smitsjúkdómi sem veldur miklum faraldri.

kvennafrídagurMér er eiginlega sama hvað þú gerir – veldu þér málstað og gerðu það sem þú vilt. Það er pláss fyrir allar þær raddir sem vilja heyrast og mig langar í fjölbreyttan kór sterkra radda sem hver syngur eigið lag. En það er eitt sem ég vil þú vitir. Þetta verður ekki létt og þú gætir fengið á þig skítkast og hatursfullar árásir, hér er óþarfi að nefna dæmi, þið vitið hvað ég á við. Ef til þess kemur þá vil ég að þú vitir að ég kem til með að standa við bakið á þér. Þú ert ekki ein(n), við erum saman í þessu.

Ein athugasemd við “Ákall til athafna

  1. Falleg áskorun og snilld af sjá svona mikið af leiðum til að hjálpa málstaðnum! Þetta er frábært ‘blueprint’ fyrir hvaða baráttu sem er.

    Ég er samt ósammála um Norðursalt. Mér finnst hálfnakta hafmeyjan æði. Dóttir mín bendir á hana og segir “mamma“, kannski af því að hún er enn á brjósti. Ég hef ekki séð smekklegri teikningu af brjóstum þöktum hári. Annars eru hafmeyjur jafnmikið kyntákn og stæltir(í mínum huga) sjómenn sem falla fyrir söng þeirra;)

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s