Ný mannréttindasamtök intersexfólks stofnuð

intersex-flag-300x200 Intersex Ísland, ný samtök intersexfólks á Íslandi og aðstandenda þeirra, voru stofnuð í gær, 27. júní 2014. Samtökunum er ætlað að vinna að réttindabaráttu intersexeinstaklinga á Íslandi, veita fræðslu um intersexmálefni auk þess að skapa vettvang þar sem intersexfólk getur hist og deilt reynslu sinni. Intersex er meðfæddur líffræðilegur munur á kyni þar sem ytri eða innri kynfæri eða litningasamstæða samræmast ekki hinum hefðbundnu kynjum. Þar sem um er að ræða margar ólíkar breytur og greiningar er ekki auðvelt að henda reiður á tölfræðinni, en þó má áætla að við eina af hverjum 1500-2000 fæðingum sé intersexástand sjáanlegt við fæðingu (tvær til þrjár fæðingar á ári á Íslandi) en stærri hópur ber engin ytri ummerki um intersexástand við fæðingu og greinist síðar á lífsleiðinni. Stonewall-dagurinn 27. júní var valinn fyrir stofnun Intersex Ísland vegna þess að hann hefur sérstaka þýðingu í huga hinsegin fólks, en hann er kenndur við uppreisn gegn ofríki og ofbeldi sem hinsegin fólk mátti sæta af hendi lögreglu og annarra samborgara. Uppreisnin hófst á þessum degi árið 1969 og átti upptök sín á Stonewall-barnum við Christopher Street í New York.Nánar má fræðast um Stonewall-daginn og sögu hans í grein Þorvaldar Kristinssonar sem finna má hér.

Intersex Ísland mun fagna nýstofnuðu félagi með Samtökunum ’78 á Stonewall kvöldi sem haldin verður í Regnbogasal Samtakanna og hefst kl. 20:00. Ítarlegt viðtal við formann samtakanna Intersex Ísland, Kitty Anderson, verður svo að finna í Dagskrárriti Hinsegin Daga sem kemur út í byrjun júlí. Intersex Ísland mun sömuleiðis taka þátt í gleðigöngu Hinsegin daga þann 9. ágúst næstkomandi, auk þess sem samtökin standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni Intersexion í Bíó Paradís þriðjudaginn 5. ágúst í samvinnu við hátíðina. Aðgangur verður ókeypis og eru allir velkomnir sem á meðan húsrúm leyfir. Samtökin munu funda fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í húsnæði Samtakanna ’78 að Laugavegi 3, 4. hæð. Intersex Ísland kemur til með að vinna með alþjóðlegum samtökum intersex fólks, Organization Intersex International og er hægt að hafa samband við þau í gegnum intersex@samtokin78.is. Frekari upplýsingar veitir formaður Intersex Ísland, Kitty Anderson í gegnum netfangið kittyanderson@gmail.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s