Af sæðisneyslu og tíðablóði

Aðsend grein

Á síðustu áratugum hefur áhugi á fjölbreytilegu kynlífi farið sívaxandi. Umfjöllun um það sem fer fram á bak við luktar svefnherbergisdyr þykir ekki lengur tiltökumál og flestir fjölmiðlar birta reglulega pistla og niðurstöður rannsókna með það að markmiði að fólk megi lifa áhugaverðara kynlífi. Hundruð greina hafa verið skrifaðar til að fræða okkur um hina margvíslegu möguleika sem kynlífið býður upp á. Þetta er mögulega allt af hinu góða enda er kynlíf hollt og gott og margar kreddur sem þarf hugsanlega að brjóta á bak aftur.

Eitt af þeim gömlu viðhorfum sem hefur tekist að breyta með töluverðum árangri, er hugmyndin um að sæði tilheyri flokki ógeðslegra líkamsvessa. Eitt sinn var sæði í flokki með hori og greftri en með öflugri markaðssetningu á hugmyndum um sæði í gegnum klám, þar sem konur eru sýndar maka sig með mikilli ánægju úr vökvanum og slafra síðan af áfergju í sig í hinum ýmsu aðstæðum, hefur tekist að breyta viðhorfum. Að veita munnmök eða ekki virðist ekki lengur vera val kvenna í ástarleikjum, heldur snýst spurningin nú aðeins um að gleypa eða spýta.

Fjölmiðlar og jafnvel heilbrigðisstofnanir virðast hafa tekið afstöðu til þessarar spurningar, því ekki er þverfótað fyrir upplýsingum um að sæði sé ekki einungis algerlega skaðlaust, heldur einnig stútfullt af næringarefnum og hafi góð áhrif á geðheilsuna. Sæði er jafnvel talið geta komið í veg fyrir morgunógleði á meðgöngu.

Gott og vel. Verið getur að sæði innihaldi einhver næringarefni sem líkaminn getur nýtt sér, en það hlýtur að teljast undarlegt hversu mikla áherslu sumir fjölmiðlar leggja á að halda þessum upplýsingum að lesendum sínum. Sérstaklega þegar útlit er fyrir að fjölmiðlar séu alltaf að vísa í sömu tíu ára gömlu rannsóknina sem rannsakar alls ekki áhrif þess að gleypa sæði, heldur sýnir fram á mögulega fylgni milli góðrar geðheilsu kvenna og þess að nota ekki smokk í leggangasamförum, án þess þó að geta skýrt orsakasamhengið. Það er því umhugsunarefni af hverju þessar mistúlkuðu upplýsingar halda áfram að rata í fjölmiðla ár eftir ár.

Ommm nomm nommÁ sama tíma gleymist algerlega að rannsaka og fjalla um mögulega heilsubót sem karlar geta haft af neyslu tíðablóðs. Það hlýtur þó að teljast frekar sambærileg iðja að gleypa sæði og lepja blóð. Hvort tveggja eru líkamsvessar sem koma frá kynfærum fólks og mætti vel neyta í kynlífstengdum athöfnum. Þótt slímhúðin fari út úr líkamanum vegna þess að hennar sé ekki lengur þörf, þýðir það ekki að hún sé úldin eða skemmd á neinn hátt. Blóðið er ferskt og óskemmt þegar það rennur út úr leggöngunum.

Í menningarlegu samhengi er mun meira um neyslu blóðs heldur en sæðis. Um allan heim eru búin til matvæli úr blóði dýra. Masai ættbálkurinn í Afríku nærist á fersku og óunnu nautgripablóði og sjálf þekkjum við blóðmör sem mörgum þykir herramannsmatur. Vísanir í neyslu blóðs má einnig finna í trúarbrögðum og vel er þekkt að kristnir drekka blóð Krists með táknrænum hætti þegar þeir ganga til altaris. Færri sögum fer af notkun sæðis sem innihaldsefnis í matargerðarlist heimsins né neyslu þess við trúarbragðaiðkun.

Brot úr upplýsingatexta um sæði sem finna má á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og ætlaður er unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í kynlífinu hljómar svo:

Að kyngja eða ekki…?
Sumir karlmenn leggja á það ofuráherslu þegar þeir þiggja munngælur að ástkonan endi á að kyngja hverjum einasta sæðisdropa sem limurinn lætur frá sér við fullnæginguna. Það er ekki hægt að færa nein rök fyrir því að þetta skipti nokkru máli fyrir karlinn líkamlega séð, sáðlát er sáðlát er sáðlát hvort sem sæðið lendir í skauti, smokki eða vélinda.
Áhuginn á því að sæðinu sé kyngt er miklu frekar tilfinningalegur – með því að kyngja er konan að gefa skilaboð um að hún fíli manninn það vel að hún sé til í að éta hluta af honum. Karlmenn sem eru með þetta á heilanum og gera þessa kröfu í kynlífinu ættu samt að prófa sjálfir að rúnka sér í vatnsglas og kyngja eigin sæði áður en þeir verða fúlir yfir að fá neitun.

Reyndar finnst mörgum konum ekkert að því að kyngja sæði, finnst það æsandi og gott en aðrar kjósa heldur að fá það utan á líkamann í lok vel heppnaðra munngælna. Sæði sem sprautað er yfir brjóst eða látið leka nautnalega út um munnvik er ekki síður eggjandi en sæði sem nýtist konunni sem næring og uppspretta vítamína, prótína og snefilefna.
Konur sem kyngja þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hollustu sæðisins. Sæðið er tandurhreint, stútfullt af næringarefnum og hvert skot inniheldur aðeins 15 hitaeiningar.

Það væri ekki úr vegi að uppfæra kafla um blæðingar kvenna og bæta samsvarandi klausu við þar:

Að kyngja eða ekki…?
Sumar konur leggja á það ofuráherslu þegar þær þiggja munngælur á túr að ástmaðurinn kyngi hverjum einasta blóðdropa sem kemur úr leggöngunum þar til gælunum lýkur með fullnægingu konunnar. Það er ekki hægt að færa nein rök fyrir því að þetta skipti nokkru máli fyrir konuna líkamlega séð, tíðablóð er tíðablóð hvort sem það lendir í túrtappa, dömubindi eða vélinda.

Áhuginn á því að blóðinu sé kyngt er miklu frekar tilfinningalegur – með því að kyngja er karlinn að gefa skilaboð um að hann fíli konuna það vel að hann sé til í að éta hluta af henni. Konur sem eru með þetta á heilanum og gera þessa kröfu í kynlífinu ættu samt að prófa sjálfar að safna tíðablóði í glas og kyngja áður en þær verða fúlar yfir neitun.
Reyndar finnst mörgum körlum ekkert að því að kyngja blóði, finnst það æsandi og gott en aðrir kjósa frekar að smyrja því utan á líkamann í lok vel heppnaðra munngælna. Blóði sem látið er drjúpa á bringu eða látið leka nautnalega út um munnvik er ekki síður eggjandi en blóðið nýtist karlinum einnig sem næring og uppspretta vítamína, járns og snefilefna. Karlar sem kyngja þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hollustu blóðsins. Blóðið er tandurhreint, stútfullt af næringarefnum og hver neyslueining inniheldur aðeins 15 hitaeiningar.

Af hverju skyldu fjölmiðlar ekki vera að vinna að því að opna augu fólks fyrir lystisemdum tíðablóðs í kynlífi?  Eiga karlar ekki rétt á þessum upplýsingum?

20 athugasemdir við “Af sæðisneyslu og tíðablóði

  1. Pistillinn á mögulega að vera einhverskonar ádeila á áherslu karlmanna að sæði þeirra skuli kyngja en staðreyndin er sú að það er beinlínis hættulegt að drekka blóð. Blóð er okkur lífsnauðsynlegt innan æðanna en hið háa járnmagn í blóði getur valdið líkamanum verulegum vandræðum, því hann á nú þegar í erfiðleikum með að vinna úr óhóflegri neyslu járns. Neysla blóðs getur þar af leiðandi haft í för með sér skemmd á lifrinni, uppsöfnun vökva í lungum, ofþornun, lágan blóðþrýsting o.s.frv
    Blóð getur aukinheldur borið með sér sjúkdóma samskonar þeim sem sæði ber með sér.
    Ég er vissulega gagnrýnin á þær óteljandi greinar sem hreinlega mæla með neyslu sæðis, einfaldlega því þær eru kjánalegar og vekja ranghugmyndir um að það þurfi ekki að taka lýsi ef maður tottar typpi. Það þýðir þó ekki að mér finnist þessi satíra, ef um slíka er að ræða, ekki fáránleg.
    Það væri nær lagi að hvetja fólk til að sleikja píkur, þar fer í hönd samskonar vökvi og sæði og er að mestu byggður upp á vatni. Ég held að við séum betur sett ef við mælum með auknum píkusleikingum, enda eru fæstar píkur sleiktar í þeim mæli sem þær hefðu kosið, í stað þess að mæla með jafn afleitum hlut og blóðdrykkju.

    Líkar við

    • Eh..?. Er ekki aðallega verið að tala um hér af hverju ekki þyki jafn sjálfsagt að smakka tíðablóð og að kyngja sæði? Ef maður veitir ástkonu sinn munnmök þegar hún hefur tíðablæðingar fær hann ekki í sig lítravís af blóði hennar. Nokkuð viss um að jármagnið sé algerlega innan öruggra marka.
      Um munnmök og tíðablóð má lesa t.d. hér:
      http://www.steadyhealth.com/oral_sex_during_menstrual_cycle__healthy__t63892.html
      en þar er m.a. rifjað upp að Woody Harrelson á að hafa borðað fylgjuna úr konu sinni eftir að hún ól barn þeirra. Þá er upplýst að þeir menn sem veita konum sínum þennan munað þegar þær eru á túr bera nafnbótina „Red Wing Warriors“.

      Líkar við

      • Blóðneysla er karlmönnum óholl enda ofmikið járn ein ástæða þess að karlar fá frekar hjarta og æðasjúkdóma. Blóð gæti verið holt fyrir konur sem þurfa á járni að halda. Sæði er örugglega ekki síður holt fyrir karla en konur.

        Líkar við

    • ég held bara að ég hafi notið þessa andsvars meira en gangnam style.power to you þyrnigerður,ég er sammála góðri röksemdarfærslu 🙂
      ég verð líka að bæta við að þessi grein fékk mig til að brosa og vera alveg JÁAAA!
      þakkir til höfundar.frábært framlag.

      Líkar við

  2. „Blóðið er ferskt og óskemmt þegar það rennur út úr leggöngunum.“ Þetta er ekki algilt og sést best á mismunandi lit blóðsins. Brúnleitt tíðablóð er ekki ferskt.

    Líkar við

  3. Snilldarhugmynd. En að láta sér detta í hug að sumur karlpeningur myndi fatta samlíkinguna var of gott til að vera satt. Sorglegt en satt þá sýnist mér að til og með sumar konur skorti innsýn í hve mikil andstyggð er samfélagslega samþykkt gegn konum með þöggun og þröngsýni.

    Líkar við

  4. Hvaða bull er hér á seyði? Fæ klígju við að lesa þetta. Ef einhver er að neyða konur til þess að gleypa er það mjög fáránlegt og sjálfum finnst mér langt því frá sjálfsagt mál að það sé raunin, en að kyngja túrblóði… hverjum dettur þetta í hug? Ég hef spurt konur og ekki einni þykir þetta vera sambærilegt.

    Líkar við

  5. takk fyrir góða grein, það er nokkuð ljóst að ef körlum blæddi nokkra daga í mánuði þá myndu óstjórnleg blóð bukakeþörf kvenna vera framkvæmd á hverri passlega klúrri klámspólu

    Líkar við

  6. Eins og réttilega hefur verið bent á, getur verið heilsuspillandi að innbyrgða of mikið járn, eins og augljóslega má finna í blóði. Eins er blóð ekki alltaf „ferskt og óskemmt“, eins og „pistil“höfundur vill láta. Nema viðkomandi sé bara svona einstaklega heppin í þessum málum? Að nokkur skuli reyna að setja það í sama flokk og sæði, sem ekki enn hefur verið sýnt fram á að innihaldi eitthvað hættulegt fyrir líkamann (nema um ofnæmi sé að ræða?), er fásinna. Hefði ekki einfaldlega verið nær fyrir „pistil“höfund að líkja þessu saman við t.d. það þegar kona „squirtar“? ÞAR er um að ræða vökva, sambærilegum sæði. Ekki blóð! Á móti kemur að ekki allar konur geta squirtað (þó meirihluti ætti að geta það út frá líkamlegu sjónarmiði), svo kannski það sé ástæðan fyrir því að ekki var skrifaður pistill um það? Eða „pistil“höfundur hefur ekki upplifað slíkt, og þekkir því ekki vökvamagnið sem kona losar við það (að „squirta“)?

    Annað sem er líka vert að benda á : Það eru fjarri allir karlmenn þeirrar skoðunar að konu beri „skylda“ til að kyngja. Ekki frekar en að fá sæði framan í sig, á sig eða hvaðeina. Hvað sem áhrifum (eða ekki) kláms líður.
    Sumar konur (hvort sem þið trúið því eða ekki) fá kynferðislega örvun/spennu við að kyngja og- eða sjá rekkjunaut sinn fá eitthvað út úr því sömuleiðis. Sumar vilja það alls ekki. Sumir karlmenn fá jafnvel ekkert út úr því þó kona kyngi.
    Það er allur gangur á því eins og öllu öðru sem snýr að kynlífi. Sumt fólk gæti ekki hugsað sér ákveðnar stellingar, sumt fólk á hreinlega erfitt með suma hluti í kynlífinu. Það þýðir samt ekki að allir einstaklingar séu eins, og því síður að þessar konur (eða karlar) séu heilaþvegin af klámi. Sumt fólk hefur aðeins sterkari og sjálfstæðari hugsun, guði sé lof.

    Það væri kannski í lagi að skrifa víðari pistil sem inniheldur fleiri hliðar en bara eina (t.d. eins og gefið er í skyn í þessari : Að í dag snúist þetta einungis um hvort kona kyngi eða ekki). Það gerir umræður almennt sterkari, ef fleiri hliðar málsins eru ræddar, reifaðar, eða allavega minnst á þær á einn eða annan hátt. 🙂

    Líkar við

  7. Ég verð nú bara að benda á tvo þætti hérna. Mín reynsla er sú að konur ætlist alveg jafn mikið til að menn fari niður á þær eins og þær á þá. Það fer algjörlega eftir hverjum tveimur einstaklingum sem hlut eiga í máli. Einnig ræður hver kona sjálf hvort hún geri það, eða hvort hún kjósi að kyngja eða spíta, eða ganga það langt yfir höfuð. Sæði og bleytan sem kemur úr leggöngum kvenna við örvun og fullnægjingu er oft álíka mikil í magni. Hvað er vandamálið? Mér finnst tíðarblóð ekki eiga erindi þarna, en auðvitað ræður fólk sjálft hvernig kynlíf það stundar.

    Líkar við

  8. Finn mig knúinn til þess að segja frá ,,blæti” mínu.

    Það er fátt sem æsir mig jafn mikið og að veita bólfélaga mínum munnmök þegar hún er á blæðingum. Ég hef meira segja gengið svo langt að mála okkur bæði eins og stríðsmenn með blóðinu.

    Þegar ég hef rætt þetta blæti mitt hef ég nær engöngu fengið neikvæð viðbrögð viðmælenda minna sem telja þetta vera ógeðslegt. Það á jafnt við um karlkyns og kvenkyns viðmælendur.

    Ég get ekki séð að þetta sé neitt ógeðslegra en að sleikja sár sín eftir að hafa skorið sig og já, eða að gleypa sæði.

    Líkar við

  9. Blóðneysla er stranglega bönnuð í flestum stærstu trúarbrögðum mannkyns. Og sæðisneysla er bönnuð í sumum þeirra. Það er afþví gömlu trúarbrögð sem og flest samfélög jarðar, og öll frumstæð samfélög, leggja áherslu á frjósemi, ekki bara sem líkamlegan hlut, heldur enn meira andlegan. Barnlaus maður eða kona geta samt verið andlega frjó samkvæmt skilgreiningum þessara samfélaga. Frjósemi er tengd einingu, djúpri tengingu, hvort sem er við aðra manneskju eða eitthvað stærra og meira, einingu sem ber ávöxt, sýnilegan eða ósýnilegan. Kona á blæðingum verður mjög ólíklega ólétt. Karlmaður sem lætur drekka sæði sitt barnar engann. Svona kynlíf er því fyrst og fremst yfirlýsing um að vilja ekki tengjast um of, alla vega ekki inn í framtíðina, og að sambandið megi ekki enda í sameiningu í formi barneigna. Sem sagt hvort sem er yfirlýsing um yfirborðslegt samband. Einnig leggur það áherslu á að sýna eigingirni, mökin eru sérstaklega gerð til að þóknast öðrum aðilanum meira en hinum, svo um eins konar þjónustu, frekar en einingu er að ræða, sem gerir sambandið veraldlegra og ómerkilegra.

    Líkar við

  10. Síauknum vinsældum þessara maka, meira að segja framyfir önnur hjá mörgum, má skíra út með „dog eat dogs“ samfélaginu, kapítalisma af ákveðnu tagi sem hefur náð hámarki sínu, óhóflega einstaklingshyggju og upphafningu eigingirninnar, sem birtist okkur til dæmis í því að manneskjur eins og Paris Hilton og Kim Kardashian, sem kaupa og kaupa og kaupa, hluti fyrir sjálfan sig, eða commercialized rapparar í karlkynsútgáfunni, eru eftirstóttustu manneskjur heimsins hjá fréttamiðlum og hagkerfinu (auglýsendum), en þeir sem eru að gera góða og óeigingjarna hluti sem eru „frjósamari“ (skila meiri ávöxtum til samfélagsins, og einingu meðal mannkynsins) fá hlutfallslega minni athygli en á nokkru öðru skeiði veraldarsögunnar.

    Líkar við

  11. Ég ætla rétt að vona að það fari ekki að verða eitthvað „all in“ í klámheiminum að karlmenn fari að sleikja blóðug kvenkyns kynfæri. Annars skil ég ekki þessa almennings dýrkun á sæði nú til dags.

    „Karlmenn sem eru með þetta á heilanum og gera þessa kröfu í kynlífinu ættu samt að prófa sjálfir að rúnka sér í vatnsglas og kyngja eigin sæði áður en þeir verða fúlir yfir að fá neitun.“

    Já, það ætti líka benda karlmönnum á að prufa að láta ríða sér í endaþarminn með strap-on áður en þeir verða fúlir yfir þeirri neitun að fá ekki að stunda endþarmsmök. Því það er klárlega vitað að sú markaðssetning hefur skilað sér inn í nýjustu kynslóðirnar.

    Líkar við

  12. Ósköp einfalt, ef þið hafið ekki áhuga þá sleppið þið því. Ekki búast samt við að þið séuð ekki að minnka tjörnina með fiskunum, fyrir suma skiptir þetta máli og rétt eins og þeir einstaklingar reyna ekki að sannfæra ykkur um að þið eigið bara að fíla þetta og þegja, þá skuluð þið ekkert vera að sannfæra þá um að þeir eigi ekki að fíla þetta og þegja….

    Líkar við

Skildu eftir svar við Jón Hætta við svar