Ríkisborgararéttur

Ég á barn, dóttur, sem á sænska móður. Ragna er fædd í Noregi.

Við vorum ekki gift þegar hún fæddist og þar af leiðandi fékk hún ekki íslenskan ríkisborgararétt við fæðingu.

Við móðir hennar giftum okkur þegar hún var eins árs. Þá fékk hún sjálfkrafa íslenskan ríkisborgararétt, samhliða þeim sænska.

Nú eru lög og reglur þannig úr garði gerð að ef íslenskur karlmaður eignast barn erlendis með erlendri konu og þau eru ekki gift, þarf hann að sækja um það sérstaklega til Innanríkisráðuneytis að barnið fái íslenskan ríkisborgararétt og borga fyrir það 7 500 krónur. Í lögum um ríkisborgararétt stendur:

Eignist ógift kona, sem er erlendur ríkisborgari, barn erlendis með karlmanni sem er íslenskur ríkisborgari getur faðirinn, áður en barnið nær 18 ára aldri, óskað þess við dómsmálaráðuneytið að það öðlist íslenskan ríkisborgararétt, og skal hann hafa samráð við barnið hafi það náð 12 ára aldri. Leggi hann fram fullnægjandi gögn, að mati ráðuneytisins, um barnið og faðerni þess öðlast barnið íslenskan ríkisborgararétt við staðfestingu ráðuneytisins.


Mér fannst ég misrétti beittur, og þverskallaðist við það að sækja um ríkisborgararétt fyrir dóttur mína, þangað til ég komst að því að ég þyrfti ekki að gera það. Þá tók ég mig til og sendi Jafnréttisstofu fyrirspurn hvort reglurnar stæðust jafnréttislög. Fyrirspurnin var kannski hálfklunnaleg, en Jafnréttisstofa skildi meginatriðin og fór fram á greinargerð frá Innanríkisráðuneyti. Og svarið kom í dag. Það er hægt að ná í bréfið frá Jafnréttisstofu hér:

Bréf frá Jafnréttisstofu við fyrirspurn minni um lög um íslenskan ríkisborgararétt

Dreifið, deilið, lesið, hafið áhrif!

(þess má geta að sænskur karlmaður í sömu stöðu þarf ekki að greiða gjald eða sækja um það sérstaklega að barnið hans fái sænskan ríkisborgararétt, það er nóg að viðurkenna faðerni)


Grein Gunnars Hrafns Hrafnbjargarsonar frá því í júní 2011, hún birtist fyrst hér.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s