Myndasögur

Höfundur: Guðrún Snædal

Fyrir nokkrum dögum hófust sýningar á Avengers og var það stærsta opnunarhelgi í Bandaríkjunum, og á Íslandi, á nokkurri mynd fyrr og síðar. Og það er ekki að furða; Avengers er sennilega einhver metnaðarfyllsta ofurhetjumynd sem gerð hefur verið.
Allt umtalið minnir mig á þegar The Dark Knight kom út fyrir fjórum árum. Það var gríðarlega mikil umfjöllun um hana mörgum mánuðum áður en sýningar hófust. Ég var ekkert rosalega spennt fyrir ofurhetjumyndum á þeim tíma, en ég keypti mér samt sem áður miða og þegar ég loksins sá hana, þá var ég auðvitað yfir mig hrifin. Strax næsta dag tók ég út nokkrar Batman myndasögur af bókasafninu og hóf handa við að lesa.
Ég hef lesið þó nokkrar myndasögur síðan þá, en hef alltaf átt erfitt með að kalla mig myndsöguaðdáenda. Það er bara eitthvað við þær sem lætur mér líða hálf óþægilega… Staðreyndin er sú að myndasögur, helst þá ofurhetjumyndasögur, eru ekki skrifaðar fyrir konur eða stelpur.  Þær virðast frekar skrifaðar (og sérstaklega teiknaðar) til að fæla okkur í burtu. Þegar litið er á 200 vinsælustu persónurnar hjá stærstu myndasögufyrirtækjunum, Marvel og DC, þá eru aðeins 48 þeirra kvenkyns. Og flestar eru þær teiknaðar svona:

Reyndar er ein sem var öðruvísi. Amanda Waller, sem lenti í 93ja sæti á vinsældalista DC, var hvorki ung né lögulega vaxin. Hún var ákveðin, gáfuð og einstaklega hæf kona. Árið 2011 (í fyrra!) endurræsti DC allar myndasögurnar sínar, með breyttu útliti og bakgrunni fyrir margar af persónunum. Hér má sjá Amöndu Waller eins og hún var fyrir og eftir þessar breytingar:

50 kíló farin, 20 ár og gott ef húðin er ekki orðin ljósari líka.

Amanda var ekki eina kvenkyns persónan sem hlaut slíkar breytingar. Margar ofurhetjur, sem voru fyrir aðlaðandi og lítt klæddar, voru látnar hafa nýja búninga sem sýndu meira hold. Það sem meira er þá réði DC fullt af nýjum höfundum þegar þeir endurræstu myndasögurnar sínar, og breyttist hlutfallið úr 12% kvenkyns höfunda yfir í 1%.
Skilaboðin eru skýr. Myndasögur eru ekki fyrir stelpur eða konur, hvorki til að lesa né skrifa.
Ég gæti haldið áfram í allan dag að skrifa um hvernig farið er með konur í myndasögum – þær eru hlutgerðar[1], þeim nauðgað[2] og troðið inn í ísskápa[3] – en ég held ég láti gott heita í bili. Ég skil hér eftir að lokum mynd af Batman, Superman og Green Lantern, klæddum eins og Wonder Woman, fyrir þá sem halda því fram að karlkyns hetjur hafi það jafn slæmt.

Heimildir:

Færslu síðast breytt 4.6.2012, til að laga hlekki sem höfðu misfarist.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s