Til hamingju með daginn!!

„Sameinuðu þjóðirnar lýstu árið 1975 alþjóðlegt kvennaár og ákváðu 1977 að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur kvennadagur Sameinuðu þjóðanna. “ Kvennasögusafnið rifjar upp sögu dagsins og í Akureyrarblaðinu er líka litið um öxl og horft á stöðuna í dag í viðtali við Valgerði Bjarnadóttur. Þaðan er skjáskotið fengið sem fylgir þessum pistli. 


Margt hefur áunnist en lengi getur gott bestnað. Þótt oft sé deilt um baráttuaðferðir og fullyrt að tilgangurinn helgi jafnan meðalið, getum við vonandi alltaf verið sammála um kjarna málsins, sem hjá okkur felst í manifestói síðunnar. Við getum heldur ekki sniðið baráttuaðferðir að smekk þeirra sem vilja helst ekki hrófla við neinu og líður best ef þau geta stjórnað umræðunni. 


Femínistar eru sýnilegri en áður í umræðunni. Þeir sitja fyrir svörum á beinni línu hjá DV, koma oftar fram í viðtölum og benda má á gerbreytt snið á Nýju Lífi þar sem Þóra Tómasdóttir er ritstjóri. Héðan í frá má ímynda sér að hætt verði að tala um öfgafemínista og hlutirnir nefndir sínum réttum nöfnum. Stjörnufemínistar eru það sem koma skal. Þeirra er framtíðin.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s