Kvenfrelsi á aðventu: Nýstraujað lín og smákökuilmur

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir

Á þessum árstíma verður mér stundum hugsað til desemberkvölds árið 1979. Ég var komin í jólafrí frá menntaskólanáminu og sat í rútunni á leið heim í foreldrahús. Hlakkaði heil ósköp til að borða bestu smákökur í heimi, fimm sortir sem ég vissi að biðu mín í búrinu í stórum, dökkbláum boxum undan Royal lyftidufti. Ísköld mjólk, smákökur og góð bók. Himnaríki.

Þegar heim var komið og ég hafði kastað kveðju á mömmu og pabba dreif ég mig inn í herbergið mitt til að taka upp úr töskunni. Bróðir minn var líka kominn heim í jólafrí og sýslaði í sínu herbergi. Ég tók eftir að hans rúm var uppábúið en á mínu rúmi lágu sængurverin í snyrtilegu broti ofan á sænginni. Ég fann hvernig blóðið hljóp fram í kinnarnar, ég snöggreiddist. Mamma hafði búið um hans rúm en ætlaðist til að ég setti sjálf utan um mína sæng og kodda. Án þess að hugsa frekar út í það ávítaði ég mömmu hástöfum fyrir þetta óréttlæti og áttaði mig ekki fyrr en ég sá að hún var að búa um rúmið mitt. Hratt og örugglega. Skömmustuleg útskýrði ég fyrir henni að ég ætlaðist alls ekki til að hún setti utan um fyrir mig heldur hefði mér þótt sanngjarnt að bróðir minn væri líka látinn búa um rúmið sitt, rétt eins og ég.

Trúlega man ég ennþá eftir atvikinu vegna þess hve ég skammaðist mín fyrir að hafa lagt meiri vinnu á mömmu rétt fyrir jólin þegar ég vissi að hún bograði við bakaraofninn langt fram á nætur og gerði allt sem ætlast var til að húsmæður þess tíma gerðu fyrir jólahátíðina. En líka vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem ég velti jafnréttismálum fyrir mér af alvöru.

Síðan eru liðin 32 ár og tímarnir hafa breyst. Eða það vona ég. Með ósk um að allir eigi skemmtilega aðventu og undirbúi hátiðina saman, karlar, konur, stelpur og strákar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s